SA - Björninn; 4 - 2 í kvennaflokki

Í kvöld mættust á Akureyri SA og Björninn í kvennaflokki.  Ólíkt fyrri viðureignum vetrarins var þessi leikur jafn og spennandi framan af en staðan var 2 - 2 fram á 47. mínútu en þá kom sigurmarkið frá Söruh Smiley og skömu síðar innsiglaði Guðrún Blöndal sigurinn.  Loturnar fóru 1 - 0, 1 - 2 og 2 - 0.

 
Með þessum sigri tryggði SA liðið sér Íslandsmeistaratitilinn en liðið hefur ekki tapað leik í vetur.  Tímabilinu er þó hvergi nærri lokið því fjórir leikir eru enn eftir.   Mörk SA:  Guðrún Blöndal 2/0, Sólveig Smáradóttir 1/0, Sarah Smiley 1/0, Birna Baldursdóttir 0/1, Anna Sonja Ágústsdóttir 0/1. Mörk Bjarnarins:  Hanna Rut Heimisdóttir 2/0.   Dómari leiksins var Andri Magnússon og línumenn Leonard Jóhannsson og Dúi Ólafsson.