SA Ásynjur - SR umfjöllun


Á laugardaginn fór fram einn leikur í meistaraflokki kvenna en þá mættust Ásynjur og Skautafélag Reykjavíkur og fór leikurinn fram á Akureyri. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu 19 mörk gegn 1 marki SR-kvenna. Leikurinn sem fara átti fram í desember sl. en var frestað vegna veðurs var fléttaður inn í æfingar kvennalandsliðsins og því má segja að mikið hafi verið um að vera hjá þeim konum sem voru norðan heiða þessa helgina.  

Einsog tölurnar gefa til kynna höfðu Ásynjur mikla yfirburði í leiknum og strax eftir fyrstu lotu höfðu þær 5 - 0 forystu á SR-konur. Ásynjur bættu svo jafnt og þétt í forskotið með sjö mörkum í þeim tveimur lotum sem eftir voru og áfram halda þær að vera ósigraðar í deildinni. 

Næsti leikur í kvennaflokki er á morgun, þriðjudag, en þá mætast Ásynjur og Ynjur á Akureyri og hefst sá leikur klukkan 19.30

Mörk/stoðsendingar Ásynjur:

Birna Baldursdóttir 6/2
Thelma María Guðmundsdóttir 4/3
Guðrún Blöndal 3/2
Jónína Guðbjartsdóttir 2/2
Anna Sonja Ágústsdóttir 0/3
Sólveig Gærdbo Smáradóttir 2/0
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 2/0
Katrín Ryan 0/2 
Leena Kaisa Viitanen 0/2
Linda Brá Sveinsdóttir 1/0
Arndís Eggerz Sigurðardóttir 0/1
Margrét Róbertsdóttir 0/1

Refsingar Ásynjur: 4 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:

Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 1/0
Stefanía Kristín 0/1
Hjördís Albertsdóttir 0/1

Refsingar SR: 4 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson