SA Ásynjur - SR umfjöllun

Ásynjur og Skautafélag Reykjavíkur léku í meistaraflokki kvenna sl. föstudagskvöld og fór leikurinn fram á Akureyri. Ásynjur unnu þar sigur, gerðu 13 mörk gegn 1 marki kvennanna í Skautafélagi Reykjavíkur.

Einsog tölurnar bera með sér höfðu Ásynjur frumkvæðið allan leikinn. Strax á fyrstu mínútu kom Silvía Rán Björgvinsdóttir þeim yfir og áður en lotan var á enda höfðu Ásynjur bætt við tveimur mörkum og staðan því 3 – 0 eftir fyrstu lotu.

Guðrún Blöndal opnaði svo markareikning Ásynja í annarri lotu og stuttu seinna náði Anna Sonja Ágústsdóttir að bæta við öðru marki. SR-konur náðu þó að svara fyrir sig með marki sem skráð er á Guðbjörgu Grönvold en stoðsendingu átti Eva María Karvelsdóttir. Eftir þetta bættu Ásynjur við þremur mörkum og staðan því 8 – 1 eftir aðra lotu.

Í síðustu lotu héldu Ásynjur svo áfram á sömu braut og önnur fimm mörk litu hússins ljós áður en lotan var á enda.

Mörk/stoðsendingar Ásynjur:

Diljá Sif Björgvinsdóttir 3/1
Sarah Smiley 3/1
Linda B. Sveinsdóttir 1/4
Anna Sonja Ágústsdóttir 1/1
Guðrún Blöndal 1/1
Jóhanna S. Ólafsdóttir 1/0
Arndís Sigurðardóttir 1/0
Hrönn Kristjánsdóttir 1/0
Silvía Rán Björgvinsdóttir 1/0
Birna Baldursdóttir 0/3
Guðrún M. Viðarsdóttir 0/2
Vigdís Aradóttir 0/1

Refsingar Ásynjur: 10 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SR:

Guðbjörg K. Grönvold 1/0
Eva María Karvelsdóttir 0/1

Refsingar SR: 4 mínútur.