SA Ásynjur - Björninn umfjöllun

SA Ásynjur og Björninn mættust tvívegis um liðna helgi og fóru leikirnir fram á Akureyri. Liðin höfðu mæst einu sinni áður á þessu tímabili en þá unnu Ásynjur nokkuð öruggan 8 – 1 sigur.

Fyrri leikurinn sem fór fram á laugardagskvöldið unnu Ásynjur með ellefu mörkum gegn tveimur. Það var Berglind Leifsdóttir sem opnaði markareikning Ásynja strax á þriðju mínútu en Ásynjur sóttu öllu meira en gestirnir allan leikinn. Þær Sara Smiley og Sunna Björgvinsdóttir bættu síðan mörkum fyrir Ásynjur. Védís Valdimarsdóttir sá hinsvegar til þess að halda Bjarnarkonum inn í leiknum með marki þegar rétt rúm mínúta lifði lotunnar.
Ásynjur gerðu hinsvegar útum leikinn í annarri lotu með því að skora fjögur mörk án þess að Bjarnarkonur næðu að svara fyrir sig.  Staðan því orðin 7 – 1 heimakonum í vil.

Þriðja lotan var því nokkuð fyrirséð en Linda Brá Sveinsdóttir  opnaði markareikninginn strax á áttundu sekúndu lotunnar. Kristín Ingdóttir svaraði stuttu seinna fyrir Björninn en Ásynjur áttu lokaorðin með þremur mörkum. Alda Árnadóttir átti tvö þeirra en Eva María Karveldsóttir það síðasta.
Mörk/stoðsendingar SA Ásynjur:
Alda Árnadóttir 2/1
Sunna Björgvinsdóttir 2/1
Jónína M. Guðbjartsdóttir 2/1
Sarah Smiley 1/2
Linda Brá Sveinsdóttir 1/2
Berglind Leifsdóttir 1/0
Eva María Karvelsdóttir 1/0
Teresa Snorradóttir 1/0
Díana Björgvinsdóttir 0/3
Arndís Sigurðardóttir 0/1

Refsingar Ásynja: Engar.

Mörk/stoðsendingar Björninn:
Kristín Ingadóttir 1/0
Védís Valdimarsdóttir 1/0
Ingibjörg G. Hjartardóttir 0/1
Berglind Gunnarsdóttir 0/1

Refsingar Björninn: 4 mínútur.

Síðari leikur sömu liðanna var á sunnudeginum og að þessu sinni var leikurinn töluvert jafnari en hann endaði 5 – 3 Ásynjum í vil.
Það leit þó ekki vel út fyrir Bjarnarkonur í byrjun því Linda Brá Sveinsdóttir kom Ásynjum yfir áður en mínúta var liðin af fyrstu lotu. Jónína Guðbjartsdóttir jók við forystu Ásynja en áður en mínúta var liðin hafði Védís Valdimarsdóttir minnkað muninn fyrir gestina. Staðan 2 – 1 Ásynjum í vil og einungis fjórar mínútur liðnar af leiknum. Tíu mínútum síðar bætti Alda Árnadóttir aftur í forskot Ásynja en Elva Hjálmarsdóttir minnkaði muninn í eitt mark skömmu fyrir lotulok.
Á fjórðu mínútu annarrar lotu jafnaði Björninn síðan metin með marki frá Karen Ósk Þórisdóttir. Lengra komust Bjarnarkonur hinsvegar ekki. Bergþóra Bergþórsdóttir og Birna Baldursdóttir skoruðu tvö mörk skömmu síðar og ekki litu fleiri mörk dagsins ljós í leiknum.

Mörk/stoðsendingar SA Ásynjur:    
Linda Brá Sveinsdóttir 1/1
Jónína Guðbjartsdóttir 1/1
Birna Baldursdóttir 1/0
Alda Arnarsdóttir 1/0
Bergþóra Bergþórsdóttir 1/0
Díana Björgvinsdóttir 0/1
Sunna Björgvinsdóttir 0/1
Eva M. Karvelsdóttir 0/1

Refsingar Ásynja: Engar

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:
Karen Ósk Þórisdóttir 1/1
Védís Valdimarsdóttir 1/0
Elva Hjálmarsdóttir 1/0
Kristín Ingadóttir 0/1

Refsingar Bjarnarins: Engar.

Myndir: Elvar Freyr Pálsson

HH