Rúmenar stálu af okkur sigri!

Landslið Íslands skipað leikmönnum yngri en 20 ára (U20) leikur í dag sinn annann leik í heimsmeistarakeppni IIHF, leikið er í Belgrad Serbíu. Í dag voru það Rúmenar sem voru andstæðingar okkar. Leikurinn var í jafnvægi í fyrsta leikhluta og endaði hann 0 - 0. Í öðrum leikhluta var leikurinn áfram í nokkru jafnvægi en þó náðu Rúmenarnir fleiri skotum á markið. Það var síðan Viggó Hlynsson sem kom okkur yfir þegar tæpar 2 mínútur voru eftir af öðrum leikhluta. Skyndisókn og við tveir á móti einum. Okkar menn unnu þetta vel og þakkaði Viggó pent fyrir sig og þrykkti í netið. Stoðsendingarnar áttu Gunnlaugur Þorsteinsson og Arnar Helgi Kristjánsson. Rúmenar náðu svo að jafna þegar tæpar átt mínútur voru eftir af leiktímanum. Þeir bættu síðan við öðru marki þegar einungis þrjár mínútur voru eftir. Staðan 1 - 2. Fljótt eftir að leikurinn fór aftur af stað var markmaður okkar tekn af velli til þess að setja aukin þunga í sóknina, en allt kom fyrir ekki og við urðum að lúta í gras í dag eftir góðan leik. Virkilega súrt. Besti leikmaður íslands var valin eftir leikinn Helgi Ívarsson markmaður.  

Mörk okkar: Viggo Hlynsson 1,

Stoðsendingar: Gunnlaugur Þorsteinsson 1, Arnar Helgi Kristjánsson 1,