Richard Eírikur Tähtinen ráðinn aðst. þjálfari

Richard Eiríkur Tahtinen hefur verði fenginn til þess að vera Sveini Björnssyni til aðstoðar við þjálfun karlaliðsins.  Tahtinen þekkir vel til íslensks hokkís því hann spilaði með Skautafélagi Reykjavíkur á árunum 2002 - 2004 auk þess sem hann var aðstoðar þjálfari með Ed Maggicomo í fyrra og fór með liðinu til S-Kóreu.  Tahtinen býr nú í Malmö í Svíþjóð og þjálfar þar unglingalið hjá Malmö Redhawks.

Hann er væntanlegur til landsins á næstu dögum því hann mun taka þátt í æfingabúðunum í febrúar sem fram fara  á Akureyri.