Nokkuð hefur verið um fyrirspurnir um hvaða reglur gilda varðandi hvaða leikmenn geta leikið með ungmenna liðum þegar þau leika við meistaraflokkslið andstæðinga.
Ungmenna lið eða Junior lið aðildarfélags má vera skipað leikmönnum sem eru elstir 22 ára á árinu 2026.
Þegar ungmenna lið leikur við aðal-lið (mfl lið) andstæðinga, má styrkja Junior liðið með 4 leikmönnum úr meistaraflokki. Upplýsingar um hvaða leikmenn mfl bætast við ungmennaliðið skal senda skrifstofu ÍHÍ a.m.k. 12 tímum fyrir leik.
Vinsamlega athugið að lánareglur í reglugerð númer 13, þriðju grein eiga ekki við í þessu fyrirkomulagi. Hér er eingöngu heimild fyrir fjóra leikmenn í þeim tveim leikjum sem Junior lið mætir mfl liði andstæðinga á tímabilinu.
Leikmenn sem fengnir eru að láni yfir í Junior lið skulu vera rétt skráðir með nafni og númeri í Hydra kerfið. Þó skal nota viðhengið „Lans“ á meistaraflokksmenn sem eru lánaðir eru í Junior lið. Þannig verða þeir sem eru lánaðir með tvær skráningar.
Dæmi 1: Hjá SA, leikmaður 28 Unnar Rúnarsson, verður leikmaður 28 Unnar Rúnarsson Lans, leiki hann með Junior liði.
Dæmi 2 Hjá Fjölni, leikmaður 33 Úlfar Andrésson, verður skráður leikmaður 33 Úlfar Andrésson Lans, leiki hann með Junior liði. O.s.frv.
Sama gildir fyrir leikmenn mfl sem eru yngri en 22 ára og geta spilað með Junior liði. Þeir skrást inn í Hydra kerfið með viðhenginu „Lans“
Dæmi: Fyrir Fjölni leikmaður mfl nr 84 Hektor Hrólfsson er á aldri sem má spila með báðum liðum. Með Junior liði skal skrá hann inn sem leikmann númer 84 Hektor Hrólfsson Lans.