Reglur og dómgæsla

Í íshokkí, rétt eins og öðrum íþróttum, eru dómararnir eitt allra vinsælasta umræðuefnið og það stundum vinsælli en leikurinn sjálfur. Ein af undirsíðunum hérna hjá okkur á vefnum er "S&S um dómgæslu". Síðan hefur, illu heilli, lítið verið notuð síðustu ár en vonandi stendur það allt til bóta. Til þess að þeir sem áhuga hafa á íshokkí öðlist betri skilning á íþróttinni, hvort sem þeir eru leikmenn, áhorfendur eða jafnvel dómarar, er nauðsynlegt að sífellt sé verið að fara í einstaka reglur og túlkanir á þeim. Einnig er þeim sem lesa síðuna velkomið að senda póst á ihi@ihi.is með spurningum varðandi reglur og túlkanir og verður þeim komið áfram svo lengi sem þær eru málefnalegar. Jón Heiðar Rúnarsson formaður dómaranefndar sendi mér pistil og vonandi er þetta aðeins einn af mörgum frá honum og öðrum innan dómaranefndar sem birtir verða á spurningum og svörum um dómgæslu.

Myndina tók Ólafur Ragnar Ósvaldsson

HH