Reglugerðir

Stjórn ÍHÍ hefur lögum samkvæmt reglugerðarvald fyrir hreyfinguna. Stjórnin samþykkti á fundi nýverið breytingar á reglugerðum en að þessu sinni var þremur reglugerðum breytt, ein felld úr gildi og ein ný samþykkt. Hingað til hefur sama reglugerðin gilt fyrir íslandsmót karla og kvenna en að þessu sinni er sitthvor reglugerðin í gildi.

Eftirfarandi reglugerðum var breytt:

Reglugerð nr. 14 sem fjallar um íslandsmót karla í íshokkí.
Reglugerð nr. 21 sem fjallar um flutning leikmanna milli aldursflokka.
Reglugerð nr. 22 sem fjallar um íslandsmót kvenna í íshokkí.

Ein reglugerð er ný en það er:

Reglugerð nr. 23 sem fjallar um ófyrirséð atvik.

HH