Reglugerðarbreyting

Stjórn ÍHÍ samþykkti á fundi sínum í gær breytingu á reglugerð nr. 14. Gerð er breyting á grein 3.2. Greinin hljómaði upphaflega svona:

Félag sem teflir fram fleiri en einu liði er heimilt í hverjum leik fyrir sig að víxla fjórum leikmönnum milli liða.

Eftir breytingar hljómar greinin svona:

Félag sem teflir fram fleiri en einu liði er heimilt í hverjum leik fyrir sig að víxla fjórum leikmönnum milli liða. Þó er óheimilt að víxla leikmönnum þegar tvö lið innan sama félags leika innbyrðis leiki sína.


Þetta ákvæði átti að fara inn þegar reglugerðin var smíðuð og með þessum hætti var þetta kynnt aðildarfélögum. En vegna mistaka í úrvinnslu féll þetta ákvæði niður en hefur nú verið leiðrétt.

HH