Reglugerð um lánssamninga (STF)

Á stjórnarfundi ÍHÍ í hádeginu var lögð fyrir og samþykkt reglugerð um lánssamninga. Reglugerð þessi hefur síðustu þrjár vikur verið í undirbúningi og er markmiðið með setningu hennar aðallega tvennt:

1. Að auðvelda yngri spilurum að fá fleiri erfiða leiki og bæta þar með við leikreynslu sína.
2. Að auðvelda mönnun nýstofnaðra liða.

Reglugerð þessi tekur gildi nú þegar og má ætíð nálgast hana, eins og aðrar reglugerðir okkar, undir liðnum "Reglugerðir".

HH