Reglugerð 21

Einsog við sögðum frá hér fyrir stuttu var gerð breyting á reglugerð nr. 21 nýlega. Reglugerðin heimilar að leikmenn sem eru einu ári eldri en flokkaskipting segir til um megi færast niður um flokk. Þetta á þó einungis við um 2. og 3. flokk og flytja má tvo útispilara og einn markmann.
Með reglugerðinni er verið að gefa leikmönnum sem hafa af einhverjum ástæðum dregist afturúr, s.s. vegna þess að þeir hafa hætt æfingum tímabundið, tækifæri á meiri spilareynslu. Nú þegar hefur ein umsókn verið afgreidd og fjórar aðrar umsóknir eru í vinnslu.

HH