Reglu og áherslubreytingar

Nú er komið að því að við keyrum á fullu eftir nýju reglunum og áherslunum sem IIHF setti fyrir þetta tímabil. Dómaranámskeið voru haldin bæði á Akureyri og í Reykjavík fyrir helgi og því teljum við að ekkert sé til fyrirstöðu að vinna eftir þessum breytingum.

Mikið hefur verið spurt um breytingar á reglum eins og krækja, hindrun, fella og halda. Það er skemmst frá því að segja að það eru engar breytingar á þessum reglum en IIHF hefur gert áherslubreytingar á framkvæmd þessarra reglna. Þessar áherslubreytingar eru allar á sama veg að taka mun stífara á þessum brotum. Það er ekki til lengur neitt sem heitir að það sé í lagi að “krækja” smá svo lengi sem maður skautar með, það að sleppa hendi af kylfu og grípa lauslega í mótherja með lausu hendinni er “halda” osfr. Til að átta sig almennilega á þessum breytingum er best að lesa “Regluáherslur IIHF 2006-2007” . Einnig er hægt að nálgast á skrifstofu ÍHÍ eða hjá Jóni Heiðari á Akureyri DVD diska með þar sem áherslubreytingarnar eru útskýrðar. En allavega þá er hér pdf skjal sem sýnir allar helstu breytingarnar.

Fh. dómaranefndar Jón Heiðar Rúnarsson