Rangar fréttir á mbl.is

Svo bregðast krosstré sem önnur. Á vef mbl.is og síðan í prent útgáfu blaðsins í morgun er frétt um leik gærkvöldsins sem er uppspuni frá A til Ö. ÍHÍ er ekki kunnugt um hverjar heimildir mbl.is eru fyrir þessu bulli. En ljóst er að trúverðugleiki Morgunblaðsins hefur orðið fyrir verulegum álitshnekki. Það er með hreinum ólíkindum að svona stór og öflugur fjölmiðill geti farið svona illa að ráði sínu. Það er vonandi að fréttaflutningur þeirra sé vandaðri, varðandi aðrar íþróttir og fréttir almennt. Hið jákvæða er að Morgunblaðið skuli slá upp mynd úr leiknum á forsíðu íþróttablaðsins og segja almennt frá leikjunum í úrslitum. Fyrir það ber að þakka og vonandi verður framhald þar á.  Leik kvöldsins lauk með sigri SR 8-1 og hafa þeir nú forskot í keppninni um íslandsmeistaratitilinn. Sjá fréttina hér fyrir neðan.