Rafmagnstruflanir

Eins og þeir sem fylgjast með leiknum Ísland - Ástralía í Istanbul taka eftir þá virðist hann ganga mjög hægt. Ástæðan er sú að í höllinni eru rafmagnstruflanir. Þegar rafmagnið fer tekur tíma fyrir ljósin að koma upp aftur. Okkar menn voru æði hikandi í 1. lotu skv. samtali sem ég átti við Viðar fararstjóra. Vonandi hefur Josh náð að berja í þá stjálfstraustið í hléinu svo okkar menn nái að sýna hvað í þeim býr.

HH