Ráðstefna

Við viljum benda á að ÍSÍ og rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræðum við HÍ standa sameiginlega fyrir ráðstefnu um „Brottfall úr íþróttum“ og „Afreksíþróttabrautir í framhaldsskólum“ föstudaginn 21. nóv. nk. í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.  Ráðstefnan er öllum opin, hefst kl. 10.00 og stendur til kl. 15.30.  Fyrirlesarar eru íslenskir, norskir og danskir.  Norsku og dönsku fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku.  Þátttökugjald er kr. 1.000.- og er léttur hádegisverður og standandi kaffi innifalið. Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér.