Próf fyrir leikmenn.

Uppi eru hugmyndir innan ÍHÍ að áður en keppnistímabilið hefst verði lagt fyrir leikmenn svokallað leikreglupróf.  Gengið er út frá því að prófið verði lagt fyrir alla leikmenn í 4. flokki og ofar en óski leikmenn í 5 flokki eftir að reyna sig þá verði það sjálfsagt mál. Prófinu er ekki ætlað að fara djúpt ofan í það sem dómarar í íshokkí þurfa að vita, s.s. eins og einstaka staðsetingar dómara og þess háttar. Prófinu er hinsvegar ætlað að athuga kunnáttu leikmanna í leikreglum sem slikum, þ.e. því sem snýr beint að leiknum. Með þessu fá bæði leikmenn og þeir sem að leiknum standa betri yfirsýn yfir hver kunnáttan er og hvort þurfi að auka hana. Undirbúningur er í fullum gangi og líklega verður um krossapróf að ræða.

Myndin er úr safni ÍHÍ og hefur ekki með efni pistilsins að gera.

HH