Pressuleikur - U20

Nú er unnið að því að unnið að því að koma á koppinn pressuleik milli U20 liðsins annarsvega og þeirra leikmanna sem eru eldri en tvítugir hinsvegar. Leikurinn er liður í undirbúningi U20 liðsins fyrir HM sem fram fer í Canazei á Ítalí. Stefnt er að þvi að leikurinn verði 24. nóvember næstkomandi en ekki hefur enn fengist staðfest hvar fæst svell undir leikinn. Pressuliðið mun samanstanda eins og áður sagði af leikmönnu eru orðnir eldri en tvítugt og verður mest byggt upp á leikmönnum úr SR og Birninum. Meira um leikinn síðar.

HH