Pressuleikur í kvöld kl. 21:15 í Laugardal

Undir 20 ára landslið Íslands er nú þegar þetta er skrifað á sinni síðustu æfingu áður en liðið heldur til Mexico á morgun laugardag en þar mun liðið taka þátt í þriðju deild heimsmeistaramóts IIHF.

Í kvöld klukkan 21:15 verður pressuleikur þar sem að U-20 ára liðið leikur gegn ýmsum meistaraflokksmönnum sem að leika munu undir stjórn Sergei Zak.  Heyrst hefur að Rúnar Rúnarsson (Lurkurinn) sé ekki farinn í danaveldi enn og muni leika með pressuliðinu ásamt mörgum af sterkustu leikmönnum landsins.

U-20 ára liðið er öflugt og ljóst er að þetta verður hörkuleikur sem gaman verður að fylgjast með.  Miklar væntingar eru gerðar til U-20 liðsins og er markmiðið klárt að komast upp um deild.

LAUGARDALUR KL: 21:15 Í KVÖLD