Pressuleikur í kvöld

Í kvöld klukkan 19:45 leika U-20 ára landslið Íslands og pressulið undir stjórn Sergei Zak. Margar kempur sem ekki hafa sést á íslenskum klaka munu leika með pressuliðinu, má þar nefna menn eins og Jónas Breka Magnússon, Ingvar Þór Jónsson og Rúnar Rúnarsson en allir leika þessir einstaklingar í dönsku 1. deildinni.

U-20 ára liðið undir stjórn Ed Maggiacomo er nú í sínum síðustu æfingabúðum áður en að liðið heldur til Litháen til keppni í heimsmeistaramóti IIHF 3ju deild. Miklar væntingar eru til 20 ára liðsins og fastlega er búist við því að liðið nái að tryggja sér sæti í annari deild að ári.

Víst er að leikurinn í kvöld verður hin besta skemmtun. Leikurinn hefst eins og áður sagði klukkan 19:45 og er frítt inn.