Pressuleikur

Pressuleikurinn sem fór fram á laugardagskvöldið var hin ágætasta skemmtun. Þrátt fyrir að U20 liðið næði forustunni sýndu gamlingjarnir hvað í þeim bjó og lögðu þá með 4 mörkum gegn 2. Einsog áður sagði voru ágætis sprettir í leiknum en aðallega var hann hugsaður til að U20 liðið fengi smá spilaæfingu áður en haldið yrði til Ítalíu þ. 8 desember næstkomandi. Helgi Valsson smellti þessari mynd af liðunum að leik loknum.

HH