Pressuleikur

Einsog minnst var á hér á síðunni okkar fyrri fáeinum dögum stendur til að halda pressuleik. Nú hefur leikurinn fengið stað og stund en hann verður í Egilshöll þann 24. nóvember klukkan 22.00. Liðin sem leika eru U20 ára lið karla gegn leikmönnum tuttugu ára og eldri sem leika með Reykjavíkurfélögunum. Aldrei er að vita nema einhverjir akureyringar verði líka í höfuðstaðnum og leiki þá með 20+ liðinu. Leikur þessi er hluti af undirbúningi U20 liðsins fyrir heimsmeistarmót sem fram fer í Canazei á Ítalíu nú í desember. Nú þegar og á næstunni birtast fréttir undir U20 tenglinum hér á síðunni og vil ég nota tækifærið og benda leikmönnum liðsins og aðstandendum þeirra að fylgjast með fréttum á honum.

HH