Æfingabúðir á Akureyri

Einsog fram kemur í frétt á forsíðunni hjá okkur verðar æfingabúðir U20 landsliðsins á Akureyri um helgina. Undirbúningur er í fullum gangi og mikið hefur verið fundað síðustu daga vegna þessarar ferðar. Gert er ráð fyrir því að Viðar Garðarsson formaður ÍHÍ fundi með leikmönnum á meðan á æfingabúðunum stendur.

Gert er ráð fyrir að rúta fari frá Reykjavík á föstudaginn með þá leikmenn sem þaðan koma. Það er því mjög mikilvægt að leikmenn tilkynni hvort þeir ætla að fara eða ekki. Nánari tímasetning á rútunni verður birt hér síðar.

Útveguð hefur verið gisting og einnig verðar þrjár  máltíðir fyrir leikmenn. 

Fyrir þetta þurfa leikmenn að greiða kr. 10.000.- og skal það gerast við brottför. 

Nánari fréttir koma hér á morgun.