Pólland – Ísland, 26 – 1

Þetta var leikur kattarins af músinni Pólverjanir voru bara mikið betri en við. Aftur lentum við í að menn voru að missa stöðurnar sínar og alltof margir menn voru lausir inn í okkar svæði. Pólverjarnir eru að koma niður úr fyrstu deild og nánast allir leikmenn þeirra eru fæddir 1984, þannig er mikill getu og styrkleikamunur á liðunum. Maður leiksins var Gauti Þormóðsson Nú er bara að setja þessa leiki aftur fyrir sig og taka vel á Spanjólum og Belgum. Áramótin voru sprengd inn á íslenskan hátt. Við Íslendingarnir héldum smá flugeldasýningu fyrir hin liðin, og síðan var smá snjókast á móti Hollendingunum
Sendum öllum heima á fróni óskir um gleðilegt ár.