Paul Strople

Árið 2001 starfaði hjá Skautafélagi Akureyrar kanadískur þjálfari að nafni Paul Strople. Leikmenn sem æfðu og léku hjá honum segja að þar hafi verið á ferðinni einn af allra bestu þjálfurum sem sótt hafa Ísland heim. SA-menn urðu á þessu ári íslandsmeistarar í úrslitakeppni sem þykir með þeim allra mest spennandi úrslitakeppnum sem hér á landi hafa farið fram.

Ástæða þess að saga Paul Strople hér á landi er rifjuð upp er sú að um liðna helgi tryggði kínverska kvennalandsliðið sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum árið 2010 sem fram fara í Vancouver í Kanada. Aðalþjálfari liðsins er fyrrnefndur Paul Strople og sýnir það kanski best að gæði þeirra þjálfara sem okkur hafa heimsótt er á háu plani. Þess má geta að allir núverandi aðalþjálfarar skautafélaganna, eru háskólamenntaðir í íþróttum, með íshokkí sem sérgrein.

Við óskum Paul að sjálfsögðu til hamingju með árangurinn. 

Myndina af Paul Strople tók Ásgrímur Ágústsson.

HH