Ótímabær nafnalisti

Í dag var birtur fyrir mistök nafnalisti yfir leikmenn sem boðaðir yrðu í æfingabúðir fyrir karlalandsliðið í mars 2011. Listinn var ekki fullunnin og má því ekki líta á hann sem endanlegan lista. Hann hefur því verið fjarlægður af síðunni.

Endanlegur nafnalisti verður ekki gefin út fyrr eftir heimsókn Olaf Eller landsliðsþjálfara sem fyrirhuguð er í febrúar.

Um leið og undirritaður vill biðja alla sem hlut eiga að máli afsökunar á þessum mistökum, vill ég nota tækifærið til þess að hvetja alla leikmenn til dáða. Vinna vel og leggja sig alla fram í því að undirbúa sig vel fyrir landsliðsstarfið.

Með kærri kveðju,

Viðar Garðarsson
formaður