Ólympíuleikar 2010

 
Á morgun er nákvæmlega eitt ár þangað til flautað verður til fyrsta leiksins á ólympíuleikunum sem fram fara í Vancouver í Kanada. Nú er komið endanlega í ljós hvaða lið koma til með að keppa og hvernig riðlunum er raðað. Karlariðlarnir líta svona út:
 
A riðill : Kanada, Bandaríkin, Sviss og Normenn.
B riðill: Rússland, Tékkland, Slóvakíka og Lettland.
C riðill: Svíþjóð, Finnland, Hvíta Rússland og Þýskaland.



Kvennahokkíið hefur verið á mikill uppleið um allan heim síðastliðin ár en riðlarnir þeirra líta svona út:

A riðill: Kanada, Svíþjóð, Sviss og Slóvakía.
B riðill: Bandaríkin, Finnland, Rússland og Kína.

Vonandi sér RÚV sér fært að sýna sem mest íshokkí og um að gera fyrir hokkímenn að sýna RÚV áhuga sinn á þessu máli. Úrslitaleikirnir verða leiknir í höll sem alla jafnan gengur undir nafninu General Motors Place. Þar sem það nafn þykir ekki höfða mikið til ólympíuandans verður henni gefið nýtt nafn á meðan á leikunum stendur þ.e.
Canada Hockey Place. Þess má geta að miði á besta stað á úrslitaleiknum kostar um áttatíu þúsund krónur þannig að ólíklegt er að mikið verði um fjölskylduferðir á þennan viðburð frá Íslandi. Þeim sem hafa áhuga er þó bent á að allar upplýsingar má fá hér.

Myndin er tekin í leik heimaliðsins Vancouver Canucks.

HH.