Okkar menn í Vierumaki

Í Vierumaki í Finnlandi eru núna vel á annaðhundrað drengir sem að koma frá ríflega 40 mismunandi þjóðlöndum. Það sem að dregur þá saman er Íshokkí. Alþjóða Íshokkísambandið heldur þarna þróunarnámskeið bæði fyrir unga og upprennandi leikmenn og einnig fyrir aðra sem að tengjast íþróttinni alls má gera ráð fyrir að þarna séu ríflega 400 manns samankomnir til þess að fræðast. Á myndinni hér að ofan eru drengirnir sem valdir sem fulltrúar Íslands að þessu sinni f.v. Sigurður Árnason (SA) og Gunnar Örn Jónsson (Björninn) báðir fæddir 1990 þeir munu leika íshokkí með jafnöldrum sínum næstu vikuna. Myndina tók Sergei Zak en hann er í Vierumaki á þjálfaranámskeiði.