Ofurhelgi í Egilshöll - Þessu má engin íshokkí aðdáandi missa af!

Dagana 24. til 26. október eða um næstu helgi verður Ofurhelgi í Egilshöll. Þá verða leiknir 3 leikir í meistaraflokki karla, allir í Egilshöllinni

Á föstudagskvöldið 24. okt verður sannkallaður Derby leikur þegar Fjölnir/Björninn fær nágranna sína úr SR í heimsókn, sá leikur hefst klukkan 19:45. Þetta er fyrsti leikur þessara liða á tímabilinu eftir að forkeppni lauk, og því gríðarlega mikið undir. Leikir liðanna á síðast tímabili voru háspennuleikir!

Á laugardaginn 25 okt verður síðan viðureign SA og SR og hefst hún klukkan 16:45 (Takið eftir að þessi leikur er líka í EGILSHÖLL) . Þetta eru jú liðin sem voru að berjast um íslandsmeistaratitil á síðasta tímabili og hafa þessir leikir verið ótrúlega skemmtilegir. Helginni lýkur síðan með leik Fjölnis/Björninn við SA og hefst hann klukkan 16:45 á sunnudag. Fjölnismenn hafa sýnt það að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin fyrir meistara síðasta árs.  Þetta verður frábær helgi!!

Ofurhelgar eru ný leið sem ÍHÍ er að prófa á þessu tímabili. Algerlega frábært tækifæri fyrir aðdáendur liðanna sem fá allt það besta sem íþróttin býður á einni helgi. Er hægt að biðja um mikið meira? Samskonar helgar verða leiknar bæði í Laugardalnum og á Akureyri síðar í vetur. Í febrúar verður svo ofurhelgi í Topp deild kvenna. 

Egilshöllinn verður því staðurinn fyrir allt hokkíáhugafólk þessa helgi.  Hægt verður að kaupa helgarpassa við innganginn í Egilshöllina.