OFURHELGI - FRÍTT INN FYRIR ALLA!


Um næstkomandi helgi verður nóg um að vera en þá verður spiluð svokölluð Ofurhelgi á íslandsmótinu í íshokkí.  Hvert lið mun leika þrjá leiki á þremur dögum og hefst fjörið á föstudaginn klukkan 18.00 í Skautahöllinni í Laugardal.
Frítt verður inn á alla leikina í boði styrktaraðila sem eru Lýsi hf., Fjölin Trésmiðja ásamt Hokkí og Sport. Það er því kjörið fyrir áhugasama að kíkja á þessa hröðu og stórskemmtilegu íþrótt. Dagskrá helgarinnar má sjá hér fyrir neðan.


 Föstudagur 23.10.2015 Skautahöllin í Laugardal
SR - Björninn kl. 18:00
Esja - SA Víkingar kl. 21:00

Laugardagur 24.10.2015 Egilshöll
Björninn - SA Víkingar kl. 16:30
Esja - SR kl. 19.30

Sunnudagur 25.10.2015 Skautahöllin í Laugardal
SR - SA Víkingar kl. 18.30

Sunnudagur 25.10.2015 Egilshöll
25.10.2015 Björninn - Esja kl. 20.00

Kynningarsíða - Börn í íshokkí

HH