Of margir........

Of margir leikmenn á ís reglan hefur verið nokkuð í umræðunni undanfarið og sýnist sitt hverjum. Það er nú svosem ekki nýtt að menn séu ósammála um reglurnar eða öllu heldur túlkun þeirra, en þó held ég að megi segja að áhugi fyrir relgunum sé alltaf að aukast. S&S um dómgæslu var tengill sem hefur verið hér á síðunni lengi vel en því miður kanski ekki mikið verið nýttur. Viðar Garðarsson dómari skrifar í dag pistil um regluna "Of margir menn á ís". Leikmönnum og öðrum sem hafa áhuga er bent á að við reynum að svara spurningum um dómgæslu en þá bara almennum spurningum. Ekki spurningum um einstaka dóma úr leikjum.

HH