Nýtt ár, nýtt streymi.

Nú um áramótin eru tímamót hjá Íshokkísambandinu varðandi allt streymi frá leikjum. Við hættum að streyma í gegnum youtube og streymum þess í stað í gegnum okkar eigin streymisveitu sem er að finna á slóðinni icehockeyiceland.tv. Hér fyrir neðan er hægt sjá mynd af heimasíðunni sem tekur við ykkur á þessari slóð. Þessi streymisveita er sett upp og unnin í samvinnu við sænska fyrirtækið Sportway. 

Þið getið nálgast streymisveituna með því að smella hér. Uppi til hægri þar sem rauða örin bendir á „Skrá inn“, er hægt að skrá sig inn í kerfið. Það kostar ekki neitt og flýtir mjög fyrir ef áhugi er á því að horfa á beint streymi á nýju ári. Þú smellir einfaldlega á Skrá inn takkann á forsíðunni og þá birtist þessi gluggi hér.

Nýskráning 

Þú smellir beint á nýskráningu á færð þá upp nýjan glugga sem er svona.

Nýskráning

Hér fyllir þú út nafnið þitt og netfang, velur þér lykilorð og merkir svo í 3 svæði. 

1. Hver er uppáhalds klúbburinn þinn? Þarna langar okkur að sjá hvaðan áhorfendur eru að koma. 

2. Eru skilmálarnir sem þú þarft að samþykkja og getur líka lesið þá yfir. 

3. Má senda þér pósta frá styrktaraðilum íshokkís? Þarna hugsum við okkur að þetta geti orðið leið fyrir bæði sambandið og félögin til þess að koma samstarfsaðilum okkar sem styrkja starfið á framfæri. Þetta verður ekkert notað í upphafi en þegar við verðum stór getur þetta verið mikilvægur vettvangur til þess að laða að styrktaraðila. Við hvetjum ykkur því að hafa þennan möguleika opin. 

Svo er þá bara að ýta á nýskráning og bingó þið eruð innskráð. 

Rétt er að taka það fram hér að frá áramótum verður gjald á öllum beinum streymum.  Til þess að kaupa leik eða fara í áskrift er ýtt á þann leik sem viðkomandi vill sjá. Þá koma upp áskriftarmöguleikar. Sjá mynd hér að neðan.

Áskriftarleiðir

Nú í upphafi bjóðum við 3 leiðir til þess að kaupa aðgang að streyminu okkar.

1. Það er hægt að kaupa stakan leik. Hann kostar 1500 krónur líkt og aðgangur í skautahallirnar (pay per view, PPV).

2. Það er hægt að kaupa mánuð í senn. Mánuðurinn kostar það sama og stakur leikur, 1500 krónur, og endurnýjast sjálfkrafa ef áskrift er ekki sagt upp.

3 Það er hægt að kaupa árskort sem kostar 12.000 krónur og endurnýjast sjálfkrafa að ári liðnu.

Ég vil að lokum hvetja ykkur til þess að skrá ykkur inn sem fyrst, til þess að álagspunktar verði viðráðanlegri þegar dagskráin okkar fer í gang á nýju ári. Munið að innskráningin kostar ekkert.

Stjórn og starfsfólk ÍHÍ þakkar ykkur fyrir frábært og gefandi samstarf á árinu 2025 og óskar ykkur öllum velfarnaðar á nýju íshokkí ári 2026.