Nýr vefur

Undanfarna daga hefur verið unnið að uppsetningu vefs á vegum ÍHÍ sem í framtíðinni á að notast í kynningarmálum okkar. Segja má að á síðasta ári hafi fyrsta tilraunin farið fram en þá keypti ÍHÍ með stuðningi Remax á Íslandi auglýsingaborða á mbl.is. Verkefnið var kallað "Viltu æfa íshokkí" og var auglýsingin mbl.is bæði í september og janúar. Enn erum við að prófa okkur áfram og nú hefur ÍHÍ tryggt sér lénið www.ishokki.is og mun það auðvelda okkur að koma skilaboðum til þeirra sem vija æfa íshokkí. Útbreiðslunefnd ÍHÍ hefur ásamt stjórn ÍHÍ komið að málinu en tæknitröll útbreiðslunefndar, Helgi Páll Þórisson, hefur veg og vanda af uppsetningu vefsins ásamt annarri vinnu. Eftir helgi verður svo farið í að koma vefnum og að sjálfsögðu íþróttinni á framfæri. Á þessarí stundu gæti vefurinn verið misjafnlega viljugur til að birtast enda svokallaðir nafnaþjónar að uppfæra sig og einni er hann betri í Firefox vafra en Internet Explorer en það ætti að lagast þegar líður á daginn.   

HH