Nýr sportþáttur

Á morgun föstudag hefur nýr sportþáttur göngu sína á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þátturinn ber nafnið “Sportið mitt” og er ætlað að fjalla um allar íþróttir en þó sérstaklega jaðaríþróttir.
Þátturinn verður í umsjón Sverris Júll og Sigurðar Inga Vilhjálmssonar. Þeir hafa m.a. komið að vefinum www.sportid.is en þar er safnað saman öllum helstu fréttum úr íþróttum.
Í hverjum þætti verður tekin fyrir ein íþróttagrein en í fyrsta þættinum sem verður á föstudaginn mun m.a. Kristján Jónsson hjá www.þjálfun.is koma í þáttinn auk þess sem farið verður yfir uppbyggingu þáttarins og við hverju menn mega búast við í vetur.
Þátturinn er einsog áður sagði sýndur á sjónvarpstöðinni ÍNN og er hægt að ná henni á Fjölvarpinu og á fjölvarpi Símans.
Við hokkímenn bíðum að sjálfsögðu spenntir eftir því að okkar sport verði kynnt enda kominn tími til að íslendingar viti út á hvað hokkí gengur.

HH