Nýr listi frá Wada

Nú um áramótin tók gildi nýr bannlisti Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar - WADA. Upplýsingar um þetta má finna á vef lyfjaeftirlitsins sem heyrir undir ÍSÍ sem og allar aðrar upplýsingar er varða lyfjamál. Allir þeir sem taka þátt í mótum á vegum ÍHÍ þurfa að vera meðvitaðir um hvað er leyfilegt og hvað er einfaldlega bannað. Einnig þurfa þeir sem nota lyf samkvæmt læknisráði að passa uppá að undanþágur fyrir þá séu í gildi en eyðublöð um undanþágur má einnig finna á vef lyfjaeftirlitsins. Upplýsingar má einnig fá hjá starfsmanni lyfjaeftirlitsins, en hann heitir Örvar Ólafsson, með því að hringja í 514-4000 eða senda honum tölvupóst á orvar@isi.is.