Nýjar reglur um útbúnað markmanna

Alþjóða Íshokkísambandið IIHF hefur samþykkt nýjar reglur varðandi stærðir á hlífum markanna, reglur þessar ganga í þá átt að minnka ummál hlífa markmannsins. Reglurnar taka nú þegar gildi en heimild er gefin fyrir lönd í neðri deildum að fresta gildistíma þeirra í landskeppnum og einnig verður gildistöku þeirra frestað á alþjóðavettvangi fyrir þjóðir í neðri deildum í heimsmeistarakeppni IIHF. 

Stjórn ÍHÍ hefur tekið málið fyrir og ákveðið eftirfarandi:

Samþykkt var að meistaraflokkur ásamt 1. og 2. flokki fái eins árs aðlögunartíma, þ.e. geti spilað á komandi tímabil 2006-2007 í útbúnaði skv eldri reglum en verði að skipta fyrir tímabilið 2007-2008.  Einnig samþykkt að 3. flokkur og niður úr hafi næstu þrjú tímabil til aðlögunnar, þ.e. 2010-2011 verði fyrsta tímabilið í útbúnaði skv nýjum reglum.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um þessar nýju stærðir.