Nýjar reglugerðir samþykktar í stjórn ÍHÍ

Stjórn ÍHÍ hóf strax við stofnun sambandsins vinnu við endurskoðun reglugerða. Í dag 23.11.2004 voru fyrstu tvær reglugerðirnar samþykktar, reglugerð númer 7 um Mótanefnd og reglugerð númer 7A um dómaranefnd. Báðar þessar reglugerðir voru samþykktar samhljóða.
Þegar hefur verið skipað í þessar nefndir og er þeim tilmælum beint til nefndarmanna að tileinka sér reglugerðir þessar í störfum sínum á tímabilinu.
Reglugerðir sambandsins verða síðan lagðar fyrir Íshokkíþing á komandi vori til staðfestingar.