Ný reglugerð fyrir aganefnd samþykkt

Á fundi sínum í gær samþykkti stjórn ÍHÍ nýja reglugerð um aganefnd.  Með þessari reglugerð er aganefnd sambandsins gefið meira svigrúm til refsinga en áður var í eldri reglugerðum. Meðal nýjunga er margfeldisstuðull sem að hækkar refsingar manna við endurtekin samskonar brot. Reglugerðina má nálgast hér til hliðar undir hlekknum reglugerðir.