Ný landsliðstreyja

Á stjórnarfundi í ÍHÍ fyrr á þessu ári var ákveðið að fá tillögur frá þeim sem sjá um að framleiða treyjur okkar að nýju útliti á treyjurnar. Stjórninni bárust fjórar tillögur og eftir að gerðar höfðu verið ákveðnar breytingar á einni tillögunni samþykkti stjórn ÍHÍ hana. Öll landslið Íslands munu því á komandi tímabili leika í nýjum treyjum en útlitið hafði verið lítið breytt í mörg undanfarin ár.

Sjá má nýja útlið hér.

HH