Nú er allt undir! Leikir kvöldsins hefjast klukkan 20:00

Í kvöld eru leiknir tveir leikir í meistaraflokki karla. Báðir leikirnir eru mjög mikilvægir og um leið eru þetta síðustu leikir undankeppninnar á þessu tímabili.

Leikur SA og Bjarnarins á Akureyri er formsatriði fyrir SA en Björninn þarf öll stigin úr þessum leik til þess að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. Í Laugardalnum leika svo SR og Esja. Esjumenn þurfa eitt stig úr þessum leik til þess að komast inn í úrslitakeppnina og slökkva þannig á möguleikum Bjarnarins. Tapi Esja leiknum í Reykjavík og Björninn nái öllum stigunum fyrir norðan komast Bjarnarmenn í úrslit. Það verða því tveir háspennuleikir í deildinni í kvöld þar sem allt verður lagt í sölurnar.

Báðir leikirnir færast aftur um 15 mínútur frá auglýstri dagskrá vegna veðurskilyrða og ófærðar framan af degi.