Norðurlandafundur í Reykjavík

Íshokkísambönd norðurlandaþjóðanna hafa síðustu 2 árin haldið norðurlandafundi þar sem hin ýmsu málefni sem tengjast íþróttinni okkar eru rædd og krufin. Fyrsti fundurinn var haldin í Stokkhólmi 2005 og annar fundurinn í Kaupmannahöfn 2006. Okkur Íslendingum veitist sá heiður að vera gestgjafar í janúar 2007. Þetta var endanlega ákveðið í dag eftir að hafa legið í loftinu frá því í janúar á þessu ári.

Þetta er gríðarleg viðurkenning á okkar litla sambandi og þeim góðu tengslum sem tekist hefur að byggja upp við þessa frændur okkar. Finnland og Svíþjóð eru stórveldi á heimsmælikvarða þegar kemur að íshokkí, og svo hafa frændur okkar Danir og Norðmenn verið að skipa sér í hóp 16 bestu þjóða í heimi.

Íshokkísambandið mun leggja sig fram um að gera þennan fund sem glæsilegastan enda hér um að ræða gesti sem okkur er mikill heiður af að fá til Íslands.

Nánari fréttir verða birtar hér á heimasíðu ÍHÍ þegar nær dregur.