Norður Kóreu skellt

Jæja gott fólk þá er lokið leik okkar númer 2 hér í Istanbul. Við unnum hann nokkuð auðveldlega eins og þann fyrri. Agi, skerpa, þolinmæði, þrautseigja, þetta voru fyrirmæli Josh Gribbin þjálfara U20 landsliðs Íslands fyrir leikinn gegn Norður Kóreu. Reyndar í mjög mikið styttri útgáfu.

Við vissum fyrir leikinn að þeir væru fljótir en við hefðum líkamsstærðina, sambærilegan hraða og tæknina fram yfir þá. Enda höfðu okkar menn á orði eftir nokkrar ákeyrslur að þetta væri eins og að keyra á hrísgrón með vængi. Norður Kóreumenn stóðu sig frábærlega vel, þrátt fyrir mótlæti og þegar okkar menn komust í refsinga vandræði í miðjum þriðja leikhluta áttu þeir nóg eftir og gengu á lagið og skoruðu á okkur 2 mörk til viðbótar því sem þeir gerðu í fyrsta leikhluta. Það verður að teljast líklegt að liðið þeirra blandi sér í toppbaráttuna á þessu móti.

Á morgun fáum við tækifæri til þess að sjá Ástralíu og Nýja Sjáland keppa innbyrðis. Nokkuð öruggt er að við þurfum að mæta þeim sem sigrar í þeirri viðureign, í undanúrslitum á laugardag.

Gunnar Darri Sigurðsson var valin maður leiksins í dag en hann stóð sig mjög vel í leiknum.

Annars var þetta sigur liðsheildarinnar. Eins og í fyrsta leiknum var spilað á öllum línum jöfnum höndum. Allir áttu sinn stóra þátt í góðum sigri. Liðið er einbeitt og ákveðið í því að fara alla leið.

Tölulegar upplýsingar er að finna á vef IIHF. Eða hér til hliðar með því að smella á rauða letrið HM U20

Nýjar myndir bættust við eftir daginn á þessari slóð.