Norðanmenn óska eftir leikleyfum

Stjórn ÍHÍ barst í gær erindi frá SA þar sem óskað var eftir Alþjóðlegum félagaskiptum (International Transfer Card) og leikleyfi á Íslandi fyrir Michal Kobezda og Jan Kobezda.

Beiðni þessi hefur þegar verið sett í gang og verður aðildarfélögum tilkynnt þegar öllum formsatriðum er lokið og leikleyfi verður gefið út.