Niðurstaða áfrýjunardómstóls

Í dag var birtur úrskurður áfrýjunardómstóls ÍSÍ í máli Skautafélags Akureyrar gegn Skautafélagi Reykjavíkur. Málið snerist um að Skautafélag Akureyrar taldi að Skautafélag Reykavíkur hefði notað ólöglegan leikmann, Emil Alengaard, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni íslandsmótsins í íshokkí. Áfrýjunardómstóll komst að sömu niðurstöðu og dómstóll ÍSÍ, þ.e. að fyrrnefndur leikmaður teldist ólöglegur. Leikurinn dæmdist því tapaður fyrir SR. Úrskurðinn áfrýjunardómstólsins má sjá hér.

HH