Nefndaskipanir

Stjórn ÍHÍ hefur að mestu leyti gengið frá skipun í nefndir á vegum sambandsins. Enn er þó eftir að skipa í kvennanefnd og er áhugasömum bent á að hafa samband við Hallmund á ihi@ihi.is hafi hann/hún áhuga á setu í nefndinni. Útbreiðslunefnd hefur líka verið að leita sér að nefndarmanni sem býr í Reykjavík en hefur góð tengsl norður þar sem sú nefnd heldur ekki símafundi einsog flestar aðrar nefndir ÍHÍ. En hér eru þær nefndir sem skipað hefur verið í:

Mótanefnd:
Jón Þór Eyþórsson, formaður
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir
Reynir Sigurðsson
Þorsteinn Jóhannesson

Aganefnd:
Viðar Garðarsson, formaður
Sigurður Sveinmarsson
Árni Geir Jónsson
Til vara:
Sveinn Björnsson
Sigurður Kr. Björnsson

Dómaranefnd:
Hallmundur Hallgrímsson, formaður
Helgi Páll Þórisson
Sigurgeir Haraldsson

Útbreiðslunefnd:
Jóhann Björn Ævarsson, formaður
Helgi Páll Þórisson
Birgir Örn Sveinsson
Ragnar Ævar

Myndin er tekin á HM karlaliða í Novi Sad.

HH