Naumt tap fyrir Rúmeníu

Kvennalandslið Íslands spilaði í nótt við Rúmeníu á heimsmeistaramótinu í íshokkí.  Leikurinn var í járnum í 1. lotu en eitthvað gáfu þær íslensku eftir í 2. lotu því þá skoruðu þær Rúmesku tvö mörk.  Eitt mark var dæmt af íslenska liðinu sem setti strik í reikninginn en í 3. lotunni náði hvorugt liðið að skora og því lokastaðan 2 - 0.
Stelpurnar börðust vel og sýndu á köflum mjög góðan leik, en betur má ef duga skal.  Næsti leikur verður gegn heimamönnum, Nýsjálendingum á mánudaginn.