Narfi verður ekki með

Nú er ljóst að Ungmennafélagið Narfi frá Hrísey nær ekki í lið fyrir komandi tímabil og því verða aðeins þrjú lið í deildinni að nýju.  Forsvarsmenn félagsins hafa þó gefið út að aðeins sé um eitt ár í pásu að ræða og liðið muni mæta aftur til leiks næsta haust.  Narfi hefur nú teflt fram liði í deildinni í tvö ár og hefur það aukið bæði fjölbreytnina og leikjafjöldann og því mikill missir af missa út eitt lið.