Narfi tilkynnir þátttöku í mfl. karla fyrir næsta tímabil

Stjórn ÍHÍ hefur borist bréf frá ungmennafélaginu Narfa með tilkynningu um þátttöku í Íslandsmótinu í íshokkí með meistaraflokk karla og flokk gulldrengja, tímabilið 2007 – 2008.

Félagið hefur þegar sent inn dómaratilnefningar og mun leika í sömu búningum og áður þar sem að aðallitur er appelsínugulur (orange).

Einnig hefur félagið látið hanna fyrir sig nýtt merki.

ÍHÍ býður Narfana velkomna til leiks á nýjan leik.