Narfi og SA í kvöld fyrir norðan

Í kvöld 18 október taka Narfamenn á móti SA í  2. umferð Íslandsmótsins.  Fyrstu viðureign liðanna lauk með jafntefli eftir hefðbundin leiktíma en síðan náð SA að knýja fram sigur í framlengingu og með því tryggði félagið sér eitt auka stig. Narfi er með 1 stig en SA 2 og gera má ráð fyrir spennandi viðureign í Skautahöllinni á Akureyri.  Fólk er eindregið hvatt til að mæta í höllina og fylgjast  með  leiknum. Því miður verður þessi leikur ekki í beinni útsendingu í kvöld en unnið er að því að koma útsendingarmálum frá Akureyri í lag fyrir leiki helgarinnar.