Narfi - ný heimasíða.

Narfinn frá Hrísey hefur opnað nýja heimasíðu og greinilegt er að menn þar á bæ ætla að vera með á fullu frá byrjun. Gárungarnir vilja reyndar breyta nafninu í Narfi sv. samanber FL Group og Askur Capital. Sv-ið væri þá skammstöfun fyrir stórveldi.

Liðsmenn Narfa ætla að hittast þ. 11. júlí nk. til að ráða ráðum sínum einsog sjá má í frétt á heimasíðu þeirra.

HH